Fjórar stafrænar ljósmyndir á álplötu.
Stærð: 4 x 50 x 50 sm
Einkasýning í Start Art september 2008
Myndir sem lýsa augnablikinu eftir að hreindýr var fellt.
Í júlí mánuði árið 2007 fylgdi Kristveig daglangt hópi hreindýraveiðimanna um hlíðar fjalla í Geithellnadal á veiðisvæði 7 og ljósmyndaði atburði ferðarinnar. Hún segir svo frá:
„Skot veiðimannsins hæfði dýrið beint í hjartað og felldi það samstundis. Gert var að dýrinu á staðnum, innyflin og gorið fjarlægt og grafið. Úrhellisrigning gerði loftið tært og liti náttúrunnar og dýrsins skarpa eins og til að undirstrika kaldan veruleikann. Í mínum huga var þessi atburður, sem átti sér langan, erfiðan og hljóðan aðdraganda, sorglegur um leið og hann vakti tilfinningu af fegurð sem ég held að tengist lotningu fyrir dauðanum og hringrás náttúrunnar.“