Künslerhaus Lukas, Ahrenshoop, Þýskalandi

04.07.´12
Í júlí var ég að vinna í Künslerhaus Lukas í Ahrinshoop, fallegum bæ í Þýskalndi í góðum félagsskap annarra listamanna sem dvöldu hér á sama tíma. Það eru Anastasiya Nesterova sem vinnur með bókverk frá Úkraínu, Sofi Hagman grafíklistakona frá Svíðþjóð, Jürgen Paas, skúlptúrlistamaður frá Þýskalandi og Jens Brad, tónskáld frá Þýskalandi. Künslerhaus Lukas er stofnun sem býður til sín listafólki hvaðanæva úr heiminum og skipuleggur sýningar og ýmiss konar útgáfu á verkum þeirra.
Hér er hægt að sjá nokkrar tilraunir og skissur af verkum sem ég vann út frá ljósmyndum sem ég tók á staðnum og  ýmis munstur sem ég hannaði út frá þeim. Verkin mín þróuðust síðan út í að sauma út munstrin á handgerðan pappír sem ég hef búið til og að vinna með cyontype ljósmyndun á handgerðapappír og vatnslitapappír sem var að lokum það sem ég vann mest með. Í lok dvalarinnar var síðan opið hús og um 100 gestir sóttu okkur heim.

Comments are closed.